Milliverðlagning

Milliverðlagning

Skattyfirvöld hafa heimild til að meta og leiðrétta viðskipti tengdra lögaðila með tilliti til milliverðlagsreglna OECD.

Skattyfirvöld mega meta og leiðrétta viðskipti tengdra lögaðila m.t.t. milliverðlagsreglna

Í janúar 2014 voru lögfestar á Íslandi sérstakar milliverðlagningarreglur sem gilda um viðskipti tengdra lögaðila bæði yfir landamæri og innanlands. Íslenskar milliverðlagsreglur kveða á um mikilvægi þess að í viðskiptum tengdra lögaðila séu verð ákveðin í arms lengd, en með því er átt við að að verð séu sambærileg því verði sem hefði myndast á markaði milli ótengdra lögaðila. 

Skattyfirvöld hafa heimild til að meta og leiðrétta viðskipti tengdra lögaðila með tilliti til milliverðlagsreglna OECD, ef verðlagning og/eða skilmálar í viðskiptum milli tengdra lögaðila eru ekki sambærileg því sem almennt gerist í viðskiptum milli ótengdra lögaðila. 

Gerðar eru sérstakar kröfur til félaga sem  hafa rekstrartekjur eða eiga heildareignir  yfir 1 milljarð kr. á reikningsári. Slík félög  eru skjölunarskyld  vegna viðskipta við  tengda lögaðila. Fyrirtæki hafa almennt það markmið að hámarka hagnað sinn en jafnframt að greiða ekki hærri skatta en þau þurfa. Fyrir alþjóðleg fyrirtæki sem þurfa að hlíta skattalöggjöf í fleiru en einu ríki er með skilvirkum milliverðlagsreglum unnt að ná fram ásættanlegum skattgreiðslum í þeim löndum sem þau starfa. 

KPMG hefur mikla reynslu af því að veita ráðleggingar um milliverðlagningu. Meðal þeirrar þjónustu sem við höfum verið að bjóða upp á má nefna: 

  • Ráðgjöf varðandi skipulagningu og þróun á viðskipta- og efnahagslega hagkvæmri milliverðlagsstefnu.
  • Ráðgjöf varðandi hvort verðlagning á vöru og þjónustu sé í samræmi við milliverðsreglur.
  • Heildarumsjón með skjalagerð, s.s. lána, dreifingar- og sölusamninga og samninga um rannsóknar- og þróunarvinnu milli tengdra aðila.
  • Aðstoð við reglu- og skjalaskyldu.
  • Ráðgjöf við úrlausn ágreinings.

Hafðu samband