Tölvuský og skýjalausnir

Tölvuský og skýjalausnir

Skýjaþjónusta eða tölvuský notar internetið til þess að viðhalda gögnum og forritum.

Skýjaþjónusta eða tölvuský notar internetið til þess að viðhalda gögnum og forritum.

Mikil þróun hefur átt sér stað á undanförnum árum á tækni sem nefnd er skýjaþjónusta (e. cloud computing). Skýjaþjónusta eða tölvuský notar internetið til þess að viðhalda gögnum og forritum. Skýjalausnir gera því notendum og fyrirtækjum kleift að nálgast gögn í gegnum forrit í hvaða nettengdu tölvu sem er. Slíkar lausnir bjóða því upp á tækifæri til hagræðingar og aukna sveigjanleika í rekstri.

Skýjalausnir sem þjóna mismunandi þörfum og kröfum

Talað er um fjórar tegundir skýjalausna og þær eru samfélagsský, einkaský, almenn ský og blandað ský. Samfélagsský hentar vel þar sem kröfur í umhverfinu sameina þarfir sem ekki eru almennar. Einkaský getur hentað aðilum sem þurfa að lúta ströngu regluverki eða vinna með viðkvæm gögn sem er ekki metið æskilegt eða heimilt að reka í umhverfi sem er deilt með öðrum aðilum. Almenn ský henta vel fyrir þjónustur sem eru vel skilgreindar, eru nokkuð almenn eðlis og þarf ekki að sníða að sérþörfum s.s. einfalt með reikniafl, gagnageymslur, tölvupóstur, skjalavistun o.fl. Blönduð ský geta hentað vel þegar stofnun þarf að byggja hluta starfsemi sinnar á einkaskýi en hefur ríka hagsmuni af því að nýta tiltekna eiginleika annarrar skýjaþjónustu.

Tölvuský í þremur þjónustulögum

Tölvuskýjum er oftast skipt upp í eftirfarandi þrjú þjónustulög: hugbúnaður sem þjónusta (SaaS), rekstrarumhverfi sem þjónusta (PaaS) og innviðir sem þjónusta (IaaS). Flestir almennir notendur kynnast aðeins SaaS lausnum, kerfisstjórar vinna oftast með IaaS lausnir og forritarar með PaaS lausnir. Með hugbúnað sem þjónustu (SaaS) er átt við forrit sem byggja á skýjalausnum og keyrð á fjarlægum tölvum sem er í eigu og stjórnað af öðrum sem tengjast svo tölvum notenda í gegnum internetið, yfirleitt í gegnum vafra. Þessi þjónusta tryggir að ef tölvan bilar eða eyðileggst þá tapar notandinn ekki gögnunum þar sem þau eru til í skýinu. Þekkt dæmi um slíkt forrit er Google Docs þar sem hægt er að vista alls kyns gögn í Google skýinu. Rekstrarumhverfi sem þjónusta (PaaS) útvegar skýjaumhverfi með öllu sem krafist er til þess að uppfylla þau skilyrði við að þróa og keyra forrit byggð á skýi. Það minnkar kostnað og flækjustig sem fylgir því að kaupa og stjórna undirliggjandi vélbúnaði, hugbúnaði, úthlutun og hýsingu. Innviðir sem þjónusta (IaaS) útvegar fyrirtækjum með tækniauðlindir miðlara (e. servers), net, geymslu og gagnapláss. Oft er innifalið í þessari þjónustu þættir eins og viðhald á kerfum, öryggisafrit og áætlanagerð á sveigjanleika.  

 

Hafðu samband

 

Óska eftir tilboði

 

Senda inn