Microsoft Dynamics NAV ráðgjöf | KPMG | IS

Microsoft Dynamics NAV ráðgjöf

Microsoft Dynamics NAV ráðgjöf

KPMG er ekki endursöluaðili á kerfum eða hugbúnaði og veitir óháða ráðgjöf tengda rekstri og innleiðingu upplýsingakerfa.

Viðskiptakerfi og viðskiptahugbúnaður er ómissandi hluti af rekstrarumhverfi félaga.

Viðskiptakerfi og viðskiptahugbúnaður er ómissandi hluti af rekstrarumhverfi félaga. Breytingar eru örar og þróunin er hröð og erfitt er fyrir stjórnendur að skilja hismið frá kjarnanum. Við slíkar aðstæður er óháð og fagleg ráðgjöf ómissandi. KPMG er ekki endursöluaðili á kerfum eða hugbúnaði, og veitir óháða ráðgjöf tengda rekstri og innleiðingu upplýsingakerfa þar sem hagsmunir viðskiptavinarins ávallt hafðir að leiðarljósi.

Innleiðing viðskiptahugbúnaðar er yfirleitt kostnaðarsöm og tímafrek og því mikilvægt að skipulag og breytingastjórnun sé eins og best verður á kosið. KPMG hefur á að skipa reyndum sérfræðingum sem veita óháða ráðgjöf þegar kemur að innleiðingu, gagnaöryggi, verkefna- og breytingastjórnun og uppfærslum. 

Sú ráðgjöf sem KPMG veitir getur hjálpað til við að hámarka fjárfestinguna sem liggur í Microsoft Dynamics NAV eða öðru viðskiptakerfi.

Microsoft Dynamics NAV – innleiðing, breytingastjórnun og skipulag

Óháð ráðgjöf við innleiðingu viðskiptakerfa nýtist fyrirtækjum og félögum af öllum stærðum og óháð atvinnugreinum. Hvort sem ætlunin er að framkvæma þarfagreiningu eða innleiða NAV viðskiptakerfi þá þarf að tryggja að þeir fjármunir sem fara í verkefnið séu nýttir sem best. Hjá KPMG starfa reynslumiklir hugbúnaðarsérfræðingar og ráðgjafar sem nýtt geta þá gríðarlegu þekkingu sem leynist innan veggja fyrirtækisins. Þessir ráðgjafar eru boðnir og búnir til aðstoðar.

Dynamics NAV ráðgjöf:

  • Verkefnastjórnun og innleiðing
  • Samningagerð og leyfismál
  • Breytingastjórnun og uppfærslur
  • Gagnaöryggi og aðgangsmál
  • Bestun viðskiptakerfa í NAV

Hafðu samband og kannaðu hvað við getum gert fyrir þig.

Hafðu samband

  • Skrifstofur okkar kpmg.findOfficeLocations
  • kpmg.emailUs
  • Samfélagsmiðlar @ KPMG kpmg.socialMedia
 

Óska eftir tilboði

 

Senda inn