Matarráðstefnan LYST | KPMG | IS

Matarráðstefnan LYST

Matarráðstefnan LYST

Miðvikudaginn 2. mars sl. fór fram matarráðstefnan LYST – Future of Food í gömlu skipaverkstæði á neðri hæð Húss Sjávarklasans við Grandagarð í Reykjavík. Hátt í 200 manns víðsvegar úr atvinnu- og þjóðlífinu sóttu ráðstefnuna, þó sérstaklega áhugafólk um mat og drykk.

1000

Tengt efni

Matarráðstefnan LYST

Á meðal fyrirlesara á ráðstefnunni voru Tim West, upphafsmaður FoodHackathon, Sarah Smith frá Institue for the Future í Kaliforníu og Jon Staenberg matvælafjárfestir og vínekrubóndi í Argentínu. Íslenskir matarfrumkvöðlar kynntu hugmyndir sínar, þ.á m. Wasabi Iceland sem mun hefja ræktun á wasabi plöntum á næstunni, Crowbar Protein sem framleiðir orkustykki úr skordýrum og Gracipe sem setur mataruppskriftir fram á myndrænan og stafrænan hátt en þessi fyrirtæki eru öll í sprotaprógrammi KPMG. 

LYST er haldin í samstarfi við Food and Fun hátíðina sem hófst sama dag og markar upphaf mikilla hátíðarhalda í Reykjavík og nágrenni. Gestir gæddu sér á kræsingum frá Reykjavík Roasters, MS, Ópal sjávarfangi, Lobster Hut og Mat og Drykk. 

Matvælageirinn á Íslandi er ört stækkandi atvinnugrein sem byggir á grunnatvinnuvegum þjóðarinnar, sjávarútvegi og landbúnaði og er nú orðinn stór hluti ferðaþjónustu hérlendis. Það er gaman að fylgjast með frumkvöðlum á þessu sviði skapa nýjungar sem heilla landsmenn og erlenda gesti á hverjum degi.  

Við hjá KPMG erum stolt af því að hafa stutt við þetta lofsverða framtak og vonum að þetta sé upphafið á árlegum viðburði í menningarlífi Reykjavíkur. Við óskum aðstandendum innilega til hamingju með vel heppnaða hátíð.

© 2018 KPMG ehf. á Íslandi er aðili að alþjóðlegu neti KPMG, samtökum sjálfstæðra fyrirtækja sem aðild eiga að KPMG International Cooperative (KPMG International), svissnesku samvinnufélagi. Allur réttur áskilinn.

Hafðu samband

  • Skrifstofur okkar kpmg.findOfficeLocations
  • kpmg.emailUs
  • Samfélagsmiðlar @ KPMG kpmg.socialMedia
 

Óska eftir tilboði

 

Senda inn