Fyrstu skuldabréfin á Nasdaq First North Iceland | KPMG | IS

Fyrstu skuldabréfin á Nasdaq First North Iceland

Fyrstu skuldabréfin á Nasdaq First North Iceland

Nasdaq Iceland tilkynnir að skuldabréf fagfjárfestasjóðsins AAM GLEQ3, sem rekinn er af rekstarfélaginu ALDA Sjóðir hf. (auðkenni: GLEQ3 15 1), hafa í dag, 31. mars 2016, verið tekin til viðskipta á Nasdaq First North Iceland

1000

Tengt efni

Um er að ræða fyrstu skuldabréfin sem skráð eru á Nasdaq First North Iceland. KPMG ehf. er viðurkenndur ráðgjafi útgefanda og hafði umsjón með skráningu skuldabréfanna á Nasdaq First North Iceland.

Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland: „Við fögnum þessari fyrstu skráningu skuldabréfa á Nasdaq First North Iceland og óskum Öldu sjóðum og viðurkenndum ráðgjafa, KPMG til hamingju. Nasdaq First North skuldabréfamarkaðurinn veitir góð tækifæri til fjármögnunar og erum við þess fullviss að við munum sjá fleiri skráningar fylgja í kjölfarið.“ 

Svanbjörn Thoroddsen, Partner hjá KPMG: „Við erum mjög stolt af því að vera viðurkenndur ráðgjafi fyrir þessa fyrstu skuldabréfaskráningu á Nasdaq First North Iceland. Nasdaq First North er hentugur og hagkvæmur kostur fyrir smærri fyrirtæki og sjóði, þar sem sýnileiki og aðgangur að fjárfestum er svipaður og á Aðalmarkaði en ferlið einfaldara og ódýrara.“ 

ALDA Sjóðir hf. hefur starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu og til eignastýringar, fjárfestingaráðgjafar og vörslu og stjórnunar fjármálagerninga. Félagið stýrir í dag 10 sjóðum. 

Upplýsingar um skráninguna og skráningarskjal má finna á Alda sjóðir.

© 2018 KPMG ehf, an Iceland Limited Liability Company and a member firm of the KPMG network of independent member firms affiliated with KPMG International Cooperative (“KPMG International”), a Swiss entity. All rights reserved.

Hafðu samband

  • Skrifstofur okkar kpmg.findOfficeLocations
  • kpmg.emailUs
  • Samfélagsmiðlar @ KPMG kpmg.socialMedia
 

Óska eftir tilboði

 

Senda inn