Endurgreiðslukröfur vegna skattgreiðslna í Frakklandi | KPMG | IS

Endurgreiðslukröfur vegna skattgreiðslna í Frakklandi

Endurgreiðslukröfur vegna skattgreiðslna í Frakklandi

Nýleg dómaframkvæmd Evrópudómstólsins hefur þau áhrif að nú ætti að vera mögulegt að krefjast endurgreiðslu á tilteknum 3% skatti sem lagður hefur verið á arðgreiðslur franskra félaga til erlendra móðurfélaga.

1000

Tengt efni

Nýleg dómaframkvæmd Evrópudómstólsins hefur þau áhrif að nú ætti að vera mögulegt að krefjast endurgreiðslu á tilteknum 3% skatti sem lagður hefur verið á arðgreiðslur franskra félaga til erlendra móðurfélaga.

Evrópudómstóllinn taldi umrædda skattlagningu brjóta í bága við stofnsetningarrétt Evrópuréttar og er það mat KPMG að nú sé hægt að krefjast endurgreiðslu á þessum skattgreiðslum vegna áranna 2013, 2014 og 2015. Sé félag innan samstæðu í Frakklandi og hafi það greitt út arð á nefndu tímabili má gera ráð fyrir að ólögmæti skatturinn hafi verið lagður á greiðsluna. KPMG á Íslandi í samstarfi við KPMG í Frakklandi veitir aðstoð og ráðgjöf vegna endurgreiðslu á skattgreiðslum í Frakklandi.  

Miklu máli skiptir að hafa hraðann á þar sem endurgreiðslukröfur þurfa að berast fyrir lok árs 2015.

© 2018 KPMG ehf. á Íslandi er aðili að alþjóðlegu neti KPMG, samtökum sjálfstæðra fyrirtækja sem aðild eiga að KPMG International Cooperative (KPMG International), svissnesku samvinnufélagi. Allur réttur áskilinn.

Hafðu samband

  • Skrifstofur okkar kpmg.findOfficeLocations
  • kpmg.emailUs
  • Samfélagsmiðlar @ KPMG kpmg.socialMedia
 

Óska eftir tilboði

 

Senda inn