KPMG undirritar yfirlýsingu um loftslagsmál | KPMG | IS

KPMG meðal fyrirtækja sem undirrita yfirlýsingu um loftslagsmál

KPMG undirritar yfirlýsingu um loftslagsmál

Mánudaginn 16. nóvember sl. undirrituðu 103 fyrirtæki sameiginlega yfirlýsingu um markmið í loftslagsmálum og var KPMG meðal þessara fyrirtækja. Það var Jón Sigurður Helgason, forstjóri KPMG sem undirritaði yfirlýsinguna fyrir hönd félagsins.

1000

Tengt efni

Á myndinni má sjá þá Ketil (Festa), Jón (KPMG) og Dag (Reykjavíkurborg)

Þjóðir heims hafa sett sér markmið um að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og hefur Ísland ásamt ríkjum Evrópusambandsins og fleirum lýst því yfir að dregið verði úr losun um 40%. 

Fyrirtæki um allan heim hafa í vaxandi mæli tekið skýra afstöðu í umhverfismálum og er nærtækt að nefna áskorun fyrirtækja frá 130 löndum þar sem kallað er eftir metnaðarfullum markmiðum á fyrirhugaðri loftslagsráðstefnu. Mikilvægt er að borgir og fyrirtæki taki frumkvæði. 

Á Íslandi glímum við ekki við mengandi rafmagnsframleiðslu eða húshitun líkt og margar þjóðir en eitt stærsta viðfangsefni okkar eru mengandi samgöngur og losun úrgangs. 

Yfirlýsingin sem fyrirtæki og Reykjavíkurborg munu skrifa undir verður afhent á loftslagsráðstefnunni í París í desember næstkomandi.   

Aðild að yfirlýsingunni jafngildir því að þátttakendur setji sér einföld markmið fyrir lok júní 2016 um að: 

  1. draga úr losun gróðurhúsalofttegunda 
  2. minnka myndun úrgangs, m.a. með því að nota minna af óendurvinnanlegu hráefni og umbúðum, endurvinna og endurnýta 
  3. mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu ofangreindra þátta.   

Fyrst um sinn verður aðildarfyrirtækjum Festu, stofnunum og fyrirtækjum Reykjavíkurborgar og 300 stærstu fyrirtækjum á Íslandi boðin þátttaka í verkefninu. Verkefnið er hugsað sem hvatning til rekstraraðila um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á eigin forsendum og sýna þar með frumkvæði og ábyrgð gagnvart umhverfinu og samfélaginu. Þátttakendum mun einnig bjóðast fræðsla varðandi loftslagsmál, bæði hvernig nálgast á viðfangsefnið með praktískum hætti og reynslusögur annarra fyrirtækja af því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í rekstri.

© 2018 KPMG ehf. á Íslandi er aðili að alþjóðlegu neti KPMG, samtökum sjálfstæðra fyrirtækja sem aðild eiga að KPMG International Cooperative (KPMG International), svissnesku samvinnufélagi. Allur réttur áskilinn.

Hafðu samband

  • Skrifstofur okkar kpmg.findOfficeLocations
  • kpmg.emailUs
  • Samfélagsmiðlar @ KPMG kpmg.socialMedia
 

Óska eftir tilboði

 

Senda inn