Verðmæti evrópskra knattspyrnufélaga | KPMG | IS

Verðmæti evrópskra knattspyrnufélaga

Verðmæti evrópskra knattspyrnufélaga

Real Madrid og Manchester United eru verðmætustu knattspyrnufélögin í Evrópu samkvæmt nýrri skýrslu KPMG um verðmæti evrópskra knattspyrnufélaga.

1000

Tengt efni

  • Ítarleg greining á opinberum fjárhagsupplýsingum 32 stærstu knattspyrnufélaga Evrópu leiðir í ljós að heildarvirði þeirra er samtals 26,3 milljarðar evra. 
  • Real Madrid CF og Manchester United FC eru efst á lista þar sem heildarvirði hvors félags er um 2,9 milljarðar evra.
  • Virði þriggja verðmætustu félaganna (Real Madrid CF, Manchester United FC og FC Barcelona) nemur um þriðjungi af heildarvirði allra 32 knattspyrnufélaganna sem eru metin í skýrslunni.
  • Útsendingarréttur á ensku úrvalsdeildinni (metinn á 2,4 milljarða evra fyrir hvert leiktímabil) hefur mikil áhrif á virði ensku knattspyrnufélaganna.
  • Þótt knattspyrnufélög eru í vaxandi mæli séð sem verðmætar eignir, með verðmætan alþjóðlegan aðdáendahóp, eru aðeins 9 af 32 félögum metið yfir einum milljarði evra.
  • Til samanburðar er virði stærsta íþróttavörumerkis í heimi „Nike“ um 92,5 milljarður evra eða þrisvar sinnum hærra en samanlagt virði 32 verðmætustu knattspyrnufélaga í Evrópu. 

Í tilefni af úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu næstkomandi laugardag, þar sem Atlético de Madrid og Real Madrid CF etja kappi, hefur KPMG gefið út skýrslu um verðmat á evrópskum knattspyrnufélögum. Í skýrslunni koma m.a. fram upplýsingar um virði helstu knattspyrnufélaganna í Evrópu.

Magnús G. Erlendsson, verðmatssérfræðingur og hluthafi á ráðgjafarsviði KPMG:

„Þetta er frábært framtak hjá sérfræðingum KPMG á sviði íþrótta og er margt áhugavert að finna í skýrslunni. Það sem er að mínu mati áhugaverðast í skýrslunni er hversu verðmætur sjónvarpsrétturinn í ensku úrvalsdeildinni er og hvað hann hefur mikil áhrif á tekjur og þar með virði félaganna í ensku úrvalsdeildinni samanborið  við aðrar deildir. Þá finnst mér athyglisvert að skoða virði stærstu félaganna í samanburði við fyrirtæki eins og t.d. íþróttavöruframleiðendur.Þátt fyrir að hér sé verið að tala um stærstu félög í heiminum sem eru mjög þekkt vörumerki og með marga aðdáendur og fylgjendur er virði þeirra bara brot af virði stóru framleiðendanna Nike og Adidas.“ 

Rannsókn KPMG leiddi í ljós að ensku knattspyrnufélögin leiða listann með samanlagt virði yfir 10 milljörðum evra eða sem nemur um 40% af samanlögðu virði allra 32 félaganna.

© 2018 KPMG KPMG Tancsad Kft./KPMG Advisory Kft., a Hungary limited liability company and a member of the KPMG network of independent firms affiliated with KPMG International Cooperative (“KPMG International”), a Swiss entity. All rights reserved.

Hafðu samband

  • Skrifstofur okkar kpmg.findOfficeLocations
  • kpmg.emailUs
  • Samfélagsmiðlar @ KPMG kpmg.socialMedia
 

Óska eftir tilboði

 

Senda inn