Sköpum saman frábæra framtíð | KPMG | IS

Sköpum saman frábæra framtíð

Sköpum saman frábæra framtíð

Í þessum kynningarbæklingi er yfirlit yfir hluta af þeirri þjónustu sem við veitum til að undirbúa og skipuleggja framtíðina og auka virði í rekstri viðskiptavina okkar.

1000

Tengt efni

Sköpum saman frábæra framtíð

Stjórnendur í dag eru meðvitaðir um nauðsyn þess að viðskiptalíkön þeirra þróist í takt við síbreytilegt viðskiptaumhverfi og að slík þróun sé mikilvægur hluti af því að tryggja rekstrarárangur og samkeppnisstöðu.  

Með það fyrir augum höfum við fjölgað og breytt samsetningu á ráðgjafahópnum okkar, fjárfest í nýjum lausnum og styrkt tengslin við starfsfélaga okkar á skrifstofum KPMG erlendis.  

Nýjar lausnir – ný tækifæri

Meðal þess sem við höfum sótt fram með eru sviðsmyndir. Þær eru frábær lausn fyrir stjórnendur, hvort sem er í stefnumótunarvinnu eða sem hluti af áhættustjórnun, til að velta upp hvaða aðstæður fyrirtæki gætu þurft að kljást við í framtíðinni. 

Viðbrögðin hafa verið afar góð enda nýtast sviðsmyndir viðskiptavinum okkar sem jafn mikilvægt stjórnunartæki og hefðbundin stefnumótunarvinna.  

Hjá okkur starfa nú einnig sérfræðingar á sviði upplýsingatækni sem vinna með stjórnendum í að nýta þá tækni til að auka skilvirkni í rekstri. Markviss nýting upplýsingatækni hefur vaxandi áhrif á viðskiptavini okkar og því er mikilvægt að skilja hvernig hún geti nýst sem verðmætur hluti í rekstri. 

Virðisauki fyrir þig 

Við erum stolt af því trausta sambandi sem við höfum byggt við hina fjölmörgu og ólíku viðskiptavini KPMG. Það er einlægt markmið okkar og trú að þekking okkar á rekstri, stefnumótun, upplýsingatækni, eftirlitsferlum, áhættustjórnun og fjármálaráðgjöf sé bæði gagnleg og virðisaukandi. 

© 2018 KPMG ehf, an Iceland Limited Liability Company and a member firm of the KPMG network of independent member firms affiliated with KPMG International Cooperative (“KPMG International”), a Swiss entity. All rights reserved.

Hafðu samband

  • Skrifstofur okkar kpmg.findOfficeLocations
  • kpmg.emailUs
  • Samfélagsmiðlar @ KPMG kpmg.socialMedia
 

Óska eftir tilboði

 

Senda inn