Microsoft Dynamics NAV fyrir stjórnendur | KPMG | IS
close
Share with your friends

Microsoft Dynamics NAV fyrir stjórnendur

Viðskiptakerfi og viðskiptahugbúnaður er ómissandi hluti af rekstrarumhverfi félaga.

8 Desember 2016, 9:00Fyrir hádegi - 12:00Eftir hádegi, GMT Reykjavík, Ísland

Viðskiptakerfi og viðskiptahugbúnaður er ómissandi hluti af rekstrarumhverfi félaga. Breytingar eru örar og þróunin er hröð og erfitt er fyrir stjórnendur að skilja hismið frá kjarnanum.

Á námskeiðinu er farið yfir lykilþætti þegar kemur að rekstri NAV sem er eitt útbreiddasta viðskiptakerfið á markaðnum í dag.

  • Uppbygging kerfisins, helsta virkni og þær lausnir sem standa fyrirtækjum til boða.
  • Leyfismál og uppbygging á leyfum.
  • Hvernig skal tryggja öryggi gagna, aðgreining starfa og eftirlit.
  • Uppfærslur og innleiðingar, hvað ber að varast, markmið og hámörkun fjárfestingu.
  • Framtíðarþróun kerfisins.

KPMG er ekki endursöluaðili á kerfum eða hugbúnaði, og veitir óháða ráðgjöf tengda rekstri og innleiðingu upplýsingakerfa.

Verð: 15.900 

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Sveinn Axel Sveinsson, sérfræðingur á ráðgjafarsviði KPMG. Sveinn Axel hefur víðtæka reynslu af Microsoft Dynamics NAV (Navision) eftir að hafa leitt þróunardeildir hjá Landsteinum, Landsteinum Streng, Skýrr og Advania, sem sáu um þróun sérlausna, innleiðingar og aðlaganir á Dynamics NAV fyrir innlenda og erlenda viðskiptavini.

Tengiliðir

Hafðu samband

  • Skrifstofur okkar kpmg.findOfficeLocations
  • kpmg.emailUs
  • Samfélagsmiðlar @ KPMG kpmg.socialMedia
 

Óska eftir tilboði

 

Senda inn