Gagnaöryggi og stjórnun aðgangs | KPMG | IS
close
Share with your friends

Gagnaöryggi og stjórnun aðgangs

Tryggja þarf öryggi og réttmæti gagna eins og kostur er og að einungis réttmætir aðilar hafi viðeigandi aðgang til að breyta og uppfæra gögn.

30 Nóvember 2016, 9:00Fyrir hádegi - 11:00Fyrir hádegi, GMT Reykjavík, Ísland

Nær öll fyrirtæki og stofnanir eru mjög háð upplýsingakerfum í daglegum rekstri. Því er mikilvægt að kerfin séu aðgengileg og upplýsingar í kerfunum séu réttar. Tryggja þarf öryggi og réttmæti gagna eins og kostur er og að einungis réttmætir aðilar hafi viðeigandi aðgang til að breyta og uppfæra gögn.

Farið verður yfir aðferðafræði við hönnun og innleiðingu aðgangsstýringa og skilvirka ferla við stjórnun aðgangs. Sérstaklega verður farið yfir hönnun aðgangsstýringa eftir starfshlutverkum með tilliti til aðgreiningu starfa. Einnig verður farið yfir aðferðir við að koma á eftirliti þegar ekki er unnt að koma á fullri aðgreiningu starfa.

Markmiðið er að í kjölfarið séu stjórnendur vel upplýstir um helstu þætti aðferðafræði og ferla við stjórnun og eftirlit með aðgangsmálum að upplýsingakerfum sem þeir bera ábyrgð á.

Verð: 15.900 kr.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Ingi Tómasson, verkefnastjóri á ráðgjafarsviði KPMG.

Tengiliðir

Hafðu samband

  • Skrifstofur okkar kpmg.findOfficeLocations
  • kpmg.emailUs
  • Samfélagsmiðlar @ KPMG kpmg.socialMedia
 

Óska eftir tilboði

 

Senda inn