Þórunn M. Óðinsdóttir | KPMG | IS

Þórunn M. Óðinsdóttir

Senior Manager

KPMG á Íslandi

Þórunn er menntuð sem íþróttakennari og lauk síðan meistaranámi í stjórnun frá Bifröst árið 2008. Hún vann við kennslu og skólastjórn til árins 2007 er hún réð sig sem stjórnunarráðgjafa hjá ParX.

Frá 2009 hefur Þórunn verið sjálfstætt starfandi stjórnunarráðgjafi og eigandi Intra ráðgjafar slf. Þar sinnti hún ráðgjöf, þjálfun, kennslu og innleiðingu á einstökum aðferðum Lean Management svo sem stjórnendaþjálfun, stýringu á smærri sem stærri umbótaverkefnum sem og heildarinnleiðingu á Lean Management innan fyrirtækja. 

Hún hefur kennt í straumlínustjórnunarnáminu í HR frá upphafi, í VMS innan Endurmenntunar, auk fjölda fyrirlestra og kynninga á hugmyndafræði og aðferðum Lean Management. 

Þórunn hóf störf hjá KPMG 2016 og stýrir Lean Management teymi ráðgjafarsviðsins.

Útgáfur
Hlaða meiru niður
Hafðu samband
Hlaða meiru niður

Hafðu samband