Jafnréttisáætlun KPMG | KPMG | IS

Jafnréttisáætlun KPMG

Jafnréttisáætlun KPMG

Það er stefna KPMG að gætt sé jafnréttis milli kvenna og karla og hver starfsmaður sé metinn á eigin forsendum.

Það er stefna KPMG að gætt sé jafnréttis milli kvenna og karla.

Það er stefna KPMG að gætt sé jafnréttis milli kvenna og karla og hver starfsmaður sé metinn á eigin forsendum og fyllsta jafnræðis sé gætt milli allra starfsmanna þess. Með því móti ætlar fyrirtækið að stuðla að tryggð, góðum starfsanda og jákvæðum viðhorfum starfsmanna til heilla bæði fyrir þá og starfsemi félagsins. 

Eftirfarandi þarf til að ná fram stefnu KPMG í jafnréttismálum: 

  • Félagið mun stuðla að vellíðan allra starfsmanna og góðum starfsanda 
  • Gæta skal jafnréttist við ráðningar og starfsþróun 
  • Gæta skal jafnréttist við skipun fólks í stjórnunar- og ábyrgðarstörf 
  • Leitast skal við að halda jöfnu hlutfalli kynja í störfum og hópum innan félagsins 
  • Starfskjör skulu að öðru jöfnu vera algjörlega þau sömu milli kvenna og karla 
  • Konur og karlar skulu eiga jafnan aðgang að þjálfun og starfsmenntun innan félagsins 
  • Gera skal starfsmönnum kleift að samræma vinnu og fjölskyldulíf 
  • Áreitni og einelti er ekki liðið 

Framkvæmd og umfang

Jafnréttisáætlun þessi nær til allrar starfsemi KPMG á Íslandi og mun verða endurskoðuð eigi sjaldnar en á tveggja ára fresti.  

Sérstakar aðgerðir

Einstakir vinnuhópar eru hvattir til að taka jafnréttismál með í skipulag sitt og gæta þess að stefnumið jafnréttisáætlunar nái fram að ganga. Nota skal áætlunar- og starfsmatskerfi til að stuðla að jafnri verkefnadreifingu og tryggja það að allir fái sömu tækifæri og aðstöðu til starfsþróunar. Sömuleiðis skal leitast við að veita bæði körlum og konum tækifæri til að axla fjölskylduábyrgð með sveigjanleika í vinnutilhögun. 

Jafnlaunastefna 

KPMG gætir jafnréttis við launaákvarðanir og starfskjör hjá félaginu taka mið af verðmæti starfa óháð því hverjir gegna þeim. KPMG fer eftir lögum og öðrum kröfum í öllum ákvörðunum um launakjör og þau viðmið sem liggja til grundvallar ákvörðun launa eru málefnaleg. KPMG fylgist með og rýnir launakerfið með reglubundnum hætti og gerir þær úrbætur sem þarf til að fylgja eftir jafnlaunastefnunni. 

Jafnlaunavottun VR